news

Jólaball og foreldrakaffi

11. 12. 2019

Jólaball leikskólans ásamt foreldrakaffi verður haldið
föstudaginn 13. desember næstkomandi.

Við byrjum á því að halda jólaball þar sem jólasveinar koma í heimsókn, halda uppi fjörinu og færa börnunum gjafir.

Í hádeginu verður svo boðið upp á jólamat, hangikjöt og tilheyrandi.

Við ljúkum svo deginum með því að bjóða foreldrum að kíkja í heimsókn á milli kl. 15:00-16:00 og fá heitt súkkulaði og bragða á piparkökum sem börnin hafa bakað.

Vonumst til að sjá sem flesta.

© 2016 - Karellen