news

Jólasýning

16. 12. 2019

Leikhópurinn Vinir sýnir leikritið Strákurinn sem týndi jólunum.

Sýningin er haldin í leikskólanum miðvikudaginn 18. desember kl. 10, fyrir öll börn leikskólans.

Leikritið er lítið og fallegt ferðalag um óþekkan ungan strák sem týnt hefur jólagleðinni. Á ferðalagi sínu lendir hann í ýmsum skemmtilegum og spennandi ævintýrum. Hann kynnist meðal annars góðhjörtuðum jólaálfi og Grýlu gömlu sem hefur beðið í mörg ár eftir því að fá óþekkan strák í jólasúpuna sína.

Leiksýningin er í boði Foreldrafélags Hamravalla.

© 2016 - Karellen