Gjaldskrá er hægt að sjá á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar á https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/stjornsys...

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að hækka fæðisgjald leikskóla um 2,5% frá 1. janúar 2020. Dvarlargjald er óbreytt.

Grunngjald reiknast fyrir hverja klukkustund en að auki reiknast matargjald (sjá nánar í slóð fyrir ofan).

Á Hamravöllum er gjald fyrir foreldrafélag innheimt með mánaðargjöldum. Þeir foreldrar sem óska eftir að greiða ekki í foreldrafélagið þurfa að tilkynna það til leikskólastjóra. Gjald fyrir fyrsta barn er 500 kr á mánuði og 350 kr fyrir önnur börn.

Afslátt geta þeir foreldrar fengið sem falla undir ákveðin tekjumörk. Sækja þarf um afsláttargjald á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðarbæjar. Afsláttur reiknast einungis af grunngjaldi, ekki matargjaldi.

Systkinaafsláttur er veittur (sjá nánar í slóð fyrir ofan).

Ekki er hægt að sækja um niðurfellingu grunngjalda vegna leyfis barns frá leikskóla. Hægt er að sækja um niðurfellingu matargjalds, sé skipulögð fjarvera barnsins lengur en tvær vikur samfellt.

© 2016 - Karellen